Hafðu samband
Sími 859 2257
haefileikur@gmail.com

Fjársjóðsleitin

Fjársjóðsleitin er skemmtilegt sjalfstyrkingarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7 til 14 ára. Námskeiðið er unnið eftir viðurkenndu sjálfstyrkingarefni sem unnið var eftir hugmyndafræði HAM (hugræn  atferlismeðferð). Höfundur efnisins er Elva Ágústsdóttir MA í Sálfræði. Nánari upls. um efnið og höfunduinn má finna hér: 


https://sjalfsmynd.wordpress.com/tag/fjarsjodsleitin/


Á námskeiðunum leitast börnin við að finna innri fjarsjóð, sjá og finna sína styrkleika, finna og vinna með neikvæð hegðunarmynstur og efla sjálfstraust í gegnum verkefni og leiki. 


Kennt er í 4 skipti í 1 klst í senn og fá börnin heimaæfingar á milli tíma.

Allir leiðbeinendur á námskeiðinu hafa lokið leiðbeinanda námskeiði fyrir fagfólk hjá Fjársjóðsleitinni.

Umsjón með námskeiðinu hefur Þórunn Kristín Bjarnadóttir, BA í Sálfræði. Þórunn hefur unnið mikið með börnum bæði í grunnskóla og á leikskóla og hefur viðtæka þekkingu og reynslu á að vinna með sjálfsmynd barna.  Hólmfríður Sævarsdóttir eigandi og verkefnastjóri Hæfileikjasmiðjunnar leiðbeinir einnig á námskeiðinu.

Verð 18.000kr og hægt er að nýta frístundastyrk Reykjanesbæjar. 


Kennt er einusinni í viku  á mánudögum frá kl 15.00 til 16.00 í 4 skipti.  Námskeiðið er kennt í Ytri Njarðvíkur Kirkju. 

Share by: