Hafðu samband
Sími 859 2257
haefileikur@gmail.com

Söngsmiðja

Við bjóðum  upp á söngsmiðju fyrir krakka frá 7 til 14 ára. Einnig er hægt að bóka einkatíma fyrir þá sem það vilja með því að hafa samband á haefileikur@gmail.com.  


Á söngnámskeiðum förum við í leiki, æfum framkomu og hugrekki, raddbeytingu, tækni, samsöng og sönggleði. Viðfangsefni eru mismunandi eftir aldri og getu og er aldursskipt í hópa.  Umsjón með námskeiðinu hefur Hólmfríður Sævarsdóttir. Hólmfríður er eigandi  og Verkefnastjóri Hæfileikjasmiðjunnar. Hún er tónlistarkona og hefur sungið og spilað á hljóðfæri í mörg ár. Hún hefur samið og gefið út tónlist og hefur mikinn áhuga og reynslu á tónlist með börnum. Hólmfríður er nýráðin kórstjóri barnakórs Njarðvíkurkirkju og hefur umsjón með æskulýðsstarfi kirkjunnar. Hólmfríður er að læra Tómstundafræði í HÍ, Djasssöng í FÍH og Vocal Coaching í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn.                                        


Söngsmiðjan er á mánudögum frá kl 16.10 til 17.10 í Ytri-Njarðvíkurkirkju.

 

Share by: