Hafðu samband
Sími 859 2257
haefileikur@gmail.com

Sumarnámskeið

Á sumarnámskeiðum Hæfileikjasmiðjunar leggjum við áherslu á að virkja sköpunarkraft barna, efla jákvæð samskipti í gegnum hópeflis- og samvinnuleiki og leitum að frumlegum og skemmtilegum leiðum til að njóta samveru og náttúrunnar. 


Sumarnámskeiðin eru aldursskipt. Hópur 1: 4 til 6 ára, hópur 2: 7 til 10 ára og hópur 3: 11 til 14 ára. Námskeiðin eru alla jafna 4 daga í röð í 3 klst í senn fyrir eða eftir hádegi. 


Viðfangsefnin eru margskonar og mismunandi. M.a hópleikir, þrautir, föndur, listsköpun inni og úti, ratleikir, leiklist, ævintýraferðir og útieldun og við leitumst  við að hafa dagskránna fjölbreytta og ekki eru öll námskeið eins. Umsjón með sumarnámskeiðum hefur Hólmfríður Sævarsdóttir. Embla Ásgeirsdóttir er einnig leiðbeinandi með umsjón á sumarnámskeiðum hjá Hæfileikjasmiðjunni og þá höfum við ungmenni á aldrinum 14 til 18 ára okkur til aðstoðar. 


Verð 12.000kr og hægt er að nýta frístundastyrk Reykjanesbæjar. 


Önnur sveitarfélög geta einnig bókað námskeið til sín með því að hafa samband á haefileikur@gmail.com 

Share by: