Hafðu samband
Sími 859 2257
haefileikur@gmail.com

Tónsmiðjan

Tónsmiðjan er Nýtt námskeið hjá Hæfileikjasmiðjunni. 

Á námskeiðinu er unnið með tölvutónlist, börnin læra að búa til takt (beats), semja lög og vinna með tónlist í tónlistarforritinu FL Studio og eins kynnumst við fleiri tónlistarforritum . 


Farið er í öll helstu atriði foritsins, kynnumst öðrum forritum, texta gerð o.fl.  


Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 10 til 15 ára.


Umsjón með námskeiðinu hefur Róbert Freyr Ingvason. Róbert er tónlistarmaður og hefur áralanga reynslu af upptökum og vinnu í tónlistarforritum. Hann hefur samið, unnið og gefið út tónlist ásamt því að taka upp og vinna tónlist fyrir aðra.


Námskeiðið er í 8 vikur. Kennt einusinni í viku í félagsheimilinu í Innri-Njarðvík. Verð 29.000kr og hægt er að nýta frístundastyrkinn. 


Börnin fá ókeypis aðgang að forritinu en mælst er til þess að þau komi með eigin fartölvu á námskeiðið. Þar sem því er ekki við komið er hægt að óska eftir að fá lánaða fartölvu og þarf að taka það fram í skráningunni.



Share by: